Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8436 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconJarðvísindi

Hver var Charles Lyell og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Charles Lyell (1797-1875) fæddist í Skotlandi, af efnuðu foreldri. Faðir hans var þekktur fyrir kunnáttu í grasafræði og drengurinn varð snemma áhugasamur um náttúruna, ekki síst skordýr. Eigi að síður lærði hann lögfræði í Oxford þar sem áhugi hans á jarðfræði kviknaði. Næstu 10 árin stundaði hann lögmannsstörf e...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas Morgan og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Thomas Hunt Morgan fæddist 25. september 1866, í Lexington, Kentucky, í Bandaríkjunum en lést 4. desember 1945. Bakgrunnur Morgans var í þroskunarfræði en hans merkilegustu uppgötvanir voru á sviði erfðafræði. Hann lauk doktorsprófi (1899) frá John Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann rannsakaði þroskun s...

category-iconMannfræði

Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?

Stjarneðlisfræðingar hafa lengi leitað svara við þeirri spurningu hvaða stjarna sé stærst, til dæmis miðað við þvermál. Allar stjörnur utan sólkerfisins líta út eins og litlir punktar, hvort sem horft er á þær með berum augum eða í venjulegum stjörnusjónauka. Hins vegar er hægt að greina þvermál risastjarna á himn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?

Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconTrúarbrögð

Hver var John Wycliffe og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

John Wycliffe fæddist um 1325 á Norður-Englandi, sonur efnaðra foreldra. Hann hélt til náms við háskólann í Oxford og er vitað að hann var þar 1345. Áhugi hans var fyrst aðallega á sviði stærðfræði og náttúrufræði en síðar einbeitti hann sér að námi í guðfræði, kirkjurétti og heimspeki og lauk meistaragráðu í guðf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?

Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?

Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...

category-iconStærðfræði

Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...

Fleiri niðurstöður