Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7292 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...

category-iconHugvísindi

Hvað er lúsalyng?

Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...

category-iconJarðvísindi

Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fiskur er dílamjóri?

Dílamjóri (Lycodes esmarkii) tilheyrir ættkvísl mjóra (Lycodes). Mjórar eru langir og þunnvaxnir fiskar. Hausinn á þeim er nokkuð stór og allflatur að ofan og augun stór. Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður-Atlantshafi. Hann verður yfirleitt ekki lengri en 50-60 cm en stærsti dílamjóri sem komið hefur í ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni og merking orðasambandsins að vera með böggum hildar?

Orðasambandið að vera með böggum hildar merkir að ‘vera kvíðinn, áhyggjufullur’, til dæmis „Jón var með böggum hildar í nokkra daga áður en hann fór í bílprófið.“ Elstu dæmi um það í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 19. aldar úr riti Guðmundar Jónssonar, Safn af íslenzkum orðskviðum (1830). Þetta er ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHeimspeki

Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?

Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?

Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?

Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rækta krækling?

Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?

Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

Fleiri niðurstöður