Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?
Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...
Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?
Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...
Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?
Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?
Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hver var Karl Popper og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Karl Raimund Popper (1902-1994) er einn af áhrifameiri heimspekingum 20. aldar, sérstaklega á sviði vísindaheimspeki. Hann setti fram hugmyndir um hvernig greina mætti vísindi frá svokölluðum gervivísindum á grundvelli vísindalegrar aðferðafræði sem byggðist á hrekjanleika. Hugmyndir hans í stjórnmálaheimspeki um ...
Eru þekkt dæmi um aðra íslenska fjöldamorðingja en Axlar-Björn?
Einnig var spurt: Er eitthvað sannleikskorn í sögum af Kjósarmorðingjanum? Til sanns vegar má færa að Björn Pétursson, öðru nafni Axlar-Björn – sem var líflátinn árið 1596 – sé eini Íslendingurinn sem getur staðið undir því nafni að teljast vera fjöldamorðingi eða raðmorðingi. Í þekktustu morðmálum Íslandss...
Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?
Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Hvernig myndast gallsteinar?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig er hægt að losna við gallsteina? Um fimmti hver einstaklingur yfir 65 ára er með gallsteina og mikill fjöldi gengst árlega undir aðgerð þar sem gallsteinar ásamt gallblöðrunni eru fjarlægð. Talið er að um 10% allra einstaklinga séu með gallsteina og þeir eru um helmin...
Hvað er piparúði og hversu hættulegur er hann?
Oft er talað um "Mace" þegar piparúði er nefndur en það er fyrirtæki sem framleiðir þessa vöru. Lögregla hefur notað piparúða í áratugi í stað skotvopna eða annarra skaðlegri vopna til þess að hafa hemil á fólki sem ekki bregst við fyrirmælum. Í sumum löndum getur almenningur keypt piparúða, þó ekki á Íslandi. ...