Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3656 svör fundust
Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar? Hugtakið sending er í þjó...
Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?
Þegar fastefni er hitað, bráðnar það eða gufar upp eftir aðstæðum -- og ef það er eldfimt og súrefni fyrir hendi, brennur það. Meðfylgjandi mynd sýnir jafnvægisástand kolefnis við mismunandi hita og þrýsting. Við þrýsting minni en 0,01 GPa (100 loftþyngdir) bráðnar demantur (sem hér er hálfstöðugur) ekki, heldur g...
Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...
Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé? Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vega...
Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?
Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stilling...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru grænmetisætur?
Spurning Kristjáns hljóðaði svona: Ef allir jarðarbúar væru grænmetisætur, væri þá nóg til af landi til að rækta allt fyrir jarðarbúa? Maðurinn hefur lengi stundað ósjálfbæra landnýtingu[1]. Það þýðir að land er víða mjög illa farið vegna ofbeitar og búskapur hefur ekki verið stundaður í sátt og samlyndi við...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...
Hvaða rannsóknir hefur Ármann Jakobsson stundað?
Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarefna hans eru hugmyndir og hugtök Íslendinga um yfirnáttúruna á miðöldum, viðhorf Íslendinga til konungsvalds, fagurfræði konungasaga, rannsóknasaga miðaldabókmennta og sögupersónur á jaðrinum í íslenskum mi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...
Hvenær voru fyrstu þungunarprófin framkvæmd á Íslandi og með hvaða hætti?
Skriflegar heimildir um notkun þungunarprófa á Íslandi á síðustu öld eru af mjög skornum skammti. Það sem hér fer á eftir er að miklu leyti byggt á munnlegum upplýsingum sem íslenskir læknar, meinatæknar, lyfjafræðingar og leikmenn hafa gefið eftir minni. Þungunarhormónið hCG (e. human chorionic gonadotropin) h...
Hvort býður maður góðan dag eða góðan daginn?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort er rétt að segja Góðan Dag eða Góðan Daginn? Orðið dagur er nafnorð í karlkyni. Góður er lýsingarorð sem beygist sterkt með nafnorði án greinis en veikt með nafnorði með ákveðnum greini. Sterk beyging Veik beyging ...
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...
Hvers konar hundur er franskur bolabítur?
Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...
Hvaða dillidó er þetta í barnagælum?
Orðið „dillidó“ er að líkindum komið af sögninni „dilla“ sem þýðir „að vagga“ (til dæmis barni).[1] Þetta er orð sem var notað í barnagælum svipað og „bí bí“ og „korríró“. Sumar gamlar vögguvísur eru kallaðar „dillur“ svo sem „Ljúflingsdilla“.[2] Líklega merkir endingin „dó“ ekki neitt sérstakt, en hefur verið...
Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. m...