Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6213 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið og hver er tíðni eldgosa þar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu oft hefur Snæfellsjökull gosið? Hve stór eru þau? Hefur tíðni gosa úr honum verið reiknuð? Í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls hafa orðið um 20-25 gos frá nútíma, það er á tímabilinu eftir að ísöld lauk fyrir um 11.500 árum. Á sögulegum tíma, eftir að menn settust hér að, h...

category-iconHugvísindi

Hver eru sjö undur veraldar?

Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyn...

category-iconVísindi almennt

Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur?

Um útdauða risaeðlanna er fjallað á Vísindavefnum í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út? Þar er sagt frá því að skriðdýr komu fram á jörðinni eftir aldauðaskeið sem varð fyrir 250 milljónum ára og þau ríktu þar til fyrir 65 milljón árum. Þá urðu miklar náttúruha...

category-iconHugvísindi

Hver fann Mexíkó?

Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?

Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur?

Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum eins og skýrt verður hér á eftir. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna - Grasafræði, sem út kom árið 1906. ...

category-iconVísindafréttir

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2015

Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Ísland árið 2015. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru lesendur Vísindavefsins árið 2015 alls 656.126. Notendafjöldinn óx um heil 10% frá árinu 2014, en þá voru lesendur vefsins 596.000. Elstu gögn um lesendafjölda Vísindavefsins eru frá ...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi á dag?

Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars upplýsingar um það hversu margir fæðast og deyja á Íslandi á ári hverju. Hægt er greina upplýsingarnar á ýmsan hátt, til dæmis eftir aldri, kyni, sveitarfélögum og dánarorsök. Ef litið er á 25 ára tímabil, frá 1993 til 2017, sést að dauðsföllum f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið nýlenduvöruverslun?

Að baki orðsins nýlenduvöruverslun liggur danska orðið kolonialhandel, ‘verslun með vörur frá nýlendum’. Koloni í dönsku merkir ‘nýlenda’ og vörur, einkum ávextir og krydd og önnur matvara en einnig aðrar vörur, sem fluttar voru til Danmerkur frá nýlendunum voru nefndar kolonialvarer, það er ‘nýlenduvörur’. Dö...

category-iconHugvísindi

Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?

Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru: Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi. Fjöldi í hverri kynslóð. Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulu...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?

Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?

Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...

Fleiri niðurstöður