Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8678 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Geta Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar skilið hverjir aðra vandræðalaust?

Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska. Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Au...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...

category-iconSálfræði

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er allt önnur Ella?

Merking orðasambandsins það er allt önnur Ella er ‘það er allt annað mál’. Það þekkist frá fyrri hluta 20. aldar. Ég minnist þess að hafa lesið skýringu á seðli í talmálssafni Orðabókar Háskólans. Þá skýringu hefur Jón G. Friðjónsson einnig fundið í safninu og birtir í ritinu Mergur málsins (2006:167) og vitna ég ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?

Upprunalega var spurningin svona:Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum? Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar. Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nafnfræði?

Með nafnfræði er átt við þá fræðigrein sem fæst við söfnun og athuganir á hvers kyns nöfnum sem mönnum, dýrum eða dauðum hlutum hafa verið gefin og eru sérheiti þeirra. Venja er að greina að heiti og nöfn innan fræðigreinarinnar. Með heiti er þar átt við öll samnöfn tungumálsins, en viðfangsefni nafnfræðinnar eru ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er málshátturinn sem byrjar svona: „Nauðsyn er nytjanna...”?

Spurt er um málshátt sem hefst á „Nauðsyn er nytjanna ...” Ekkert dæmi er um þetta í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Ekki hefur sambandið heldur í þeim málsháttasöfnum sem ég hef haft undir höndum. Mér flýgur því í hug að um upphaf vísuorðs í kvæði geti verið að ræða án þess að hafa fundið það. Ef frekari leit le...

category-iconLandafræði

Hversu stór er Papey?

Papey er um 2 km2 að flatarmáli og hæsti hluti hennar stendur 58 m yfir sjávarmáli. Hún dregur nafn sitt af Pöpum sem taldir eru hafa búið þar til forna. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur gilda eiginlega um kommusetningu í dag?

Í gildi eru reglur um greinarmerkjasetningu sem birtar voru í Auglýsingu um greinarmerkjasetningu í Stjórnartíðindum B, nr. 133/1974. Þessar reglur, ásamt reglum um stafsetningu, hafa nú verið birtar á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar. Ætlunin er að birta bæði stafsetningar- og kommusetningarreglur í nýrri stafs...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?

Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?

Flestir sem eru heyrnarlausir tala táknmál og líta á það sem sitt móðurmál. Táknmál er myndað með hreyfingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því að í samskiptum á táknmáli verður alltaf að halda augnsambandi við viðmælandann. Svipbrigð...

category-iconFélagsvísindi

Eru galdrar til?

Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur öldrun á meltingarkerfið?

Meltingarkerfi er það sem oftast er kallað meltingarfæri á gamalgróinni íslensku og táknar meltingarveginn með þeim líffærum sem tengjast honum og leggja til meltingarsafa. Meltingarvegurinn nær frá munni að endaþarmi. Í öndverðu er talið að einfrumungar hafi þróað með sér fæðugöng þar sem fæðan var tekin inn ...

Fleiri niðurstöður