Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?
Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu?
Í öllum samfélögum gilda lög og reglur sem ætlað er að hafa taumhald á athöfnum einstaklinga. Ef engar reglur væru til staðar væri tæplega hægt að tala um eiginlegt „samfélag“, heldur einhvers konar „náttúruríki“ sem einkenndist af viðvarandi stríði allra gegn öllum, líkt og enski heimspekingurinn Thomas Hobbes lý...
Var lax í ám á Íslandi við landnám?
Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?
Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...
Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...
Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?
Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...
Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...
Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?
Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...
Getið þið sagt mér allt um blettatígur?
Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) nefndur 'cheetah' sem upprunnið er úr hindí og þýðir sá blettótti. Hann er eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans frábrugðið öðrum kattardýrum. Bæði er hann grannvaxinn og hlutfallslega lappalengri en aðrir kettir. Fjölmörg önnur lí...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...