Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8562 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconHugvísindi

Hver eru merkustu rit Jóns lærða?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?

Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafn...

category-iconJarðvísindi

Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?

Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?

Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

category-iconAnswers in English

Are there rules that say when words in Icelandic should be masculine, feminine and neuter? For a foreigner it is not enough to add an article.

In Icelandic, words almost always have a fixed gender, and it is seldom possible to deduce the gender from the stem. There are only a few examples of words that exist in more than one gender. It is however true of hveiti and jógúrt, which have both feminine and neuter forms, and regnskúr which can be either mascul...

Fleiri niðurstöður