Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 844 svör fundust
Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?
Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...
Hvaðan kemur nafnið Guttormur?
Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...
Er einhver þjóðtrú tengd skógarþrestinum?
Íslensk þjóðtrú er fáorð um skógarþröstinn. Þó vilja sumir meina að af atferli hans megi lesa veðurspár. Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) nefnir til dæmis í grein sinni, "Hættir fugla", í tímaritinu Dýravinurinn árið 1907, að komi skógarþrestir heim að bæjum í sól og blíðu, hvort sem er að hausti eða vori, þyki s...
Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?
Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...
Eftir hvern er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ og hvenær varð hann svona þekktur?
Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ er eftir séra Einar Sigurðsson sem var prestur í Eydölum um og eftir aldamótin 1600. Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1539. Foreldrar hans voru séra Sigurður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en var vart komin...
Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?
Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig: Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þe...
Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?
Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...
Hvað er murta?
Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja. Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga sk...
Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?
Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...
Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?
Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...
Hvað er afstrakt?
Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika. Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjas...
Við hvaða hita sjóða kartöflur?
Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...
Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?
Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...
Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?
Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....
Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?
Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, se...