Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?

Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...

category-iconHugvísindi

Hvað er vitað um þá hefð að leggja hornsteina að byggingum?

Ekki er fulljóst hvaðan sú hefð að leggja hornstein að byggingum er upprunnin en sumir vilja rekja hana aftur til Sargons konungs í Babylóníu sem á að hafa verið uppi um 3.800 f.Kr. Í katólsku alfræðiriti er því slegið fram að sú venja að grafa gull og silfur undir hornsteini sé af sama meiði sprottin og ævaforna...

category-iconMannfræði

Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?

Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var íslenski fáninn um 1918?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um sögu íslenska fánans og margir hafa einnig áhuga á að vita hvað blái liturinn í fánanum eigi að tákna. Hér er öllum þessum spurningum svarað. Hægt er að skoða spurningarnar í heild sinni neðst í þessu svari. Hin svonefndu sambandslög tóku gildi 1. desember 1918 en með þeim...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er langafasta?

Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...

category-iconStærðfræði

Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?

Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðj...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?

Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?

Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er eind?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...

category-iconFöstudagssvar

Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?

Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?

Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...

Fleiri niðurstöður