Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8473 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á basaltkviku og basískri kviku?

Basaltkvika merkir bergbráð sem myndar basalt við kólnun. Basísk kvika gæti svo sem merkt nánast hið sama en lýsingarorðið er samt óheppilegt vegna þess að það byggist á misskilningi: fyrrum var litið á bergbráð sem kísilsýrulausn (kísilsýra = H4SiO4) sem ýmist væri „súr“ eða „basísk“ eftir styrk kísils (hlutfalli...

category-iconLandafræði

Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig sjúkdómur er stúffingur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig sjúkdómur er stúffingur (brachydactylia)? Hvernig erfist hann? Hver eru einkennin? Hvað er gallað? Stúffingur (e. brachydactylia eða brachydactyly) er ástand sem einkennist af óeðlilega stuttum fingrum og tám. Ástæðan er sú að eitt eða fleiri bein í fingrum eða tám þrosk...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?

Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?

Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri ei...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?

Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?

Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sjávarskrímsli til?

Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira ...

category-iconJarðvísindi

Hvert er elsta berg landsins?

Við utanverðan Súgandafjörð, á móts við byggðina á Suðureyri, skagar svipmikið fjall og hömrum girt út í Norður-Atlantshafið. Fjallið nefnist Göltur og er nokkurs konar bæjarfjall Suðureyringa, en margir þeirra munu hafa gengið þar upp. Án báts er þó ekki auðvelt að komast að Geltinum en enginn vegur liggur með Sú...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?

Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?

Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni heilahimnubólgu og hvað er bráðaheilahimnubólga?

Heilahimnubólga er bólga í himnunum sem umlykja heila og mænu. Oftast stafar bólgan af sýkingu en getur þó einnig verið af öðrum völdum, svo sem lyfjum og sjálfsofnæmissjúkómum. Meingerð sjúkdómsins er á þann veg að sýkingarvaldar, sem oft búa í nefkoki og öndunarvegi, komast inn í miðtaugakerfið (MTK). Það getur ...

category-iconEfnafræði

Er salt krydd?

Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...

Fleiri niðurstöður