Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...
Hvað þýðir orðið amen?
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að 'amen' sé lokaorð í ýmsum kristnum predikunum og helgiathöfnum. Orðið er tökuorð sem hefur komist inn í íslensku með kristnum sið. Líklega hefur það verið tekið beint úr latínu en orðið 'amen' er hins vegar ættað úr hebresku og þýðir "sannlega" eða "satt". Í viðauka við...
Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?
Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanbu...
Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál. Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljó...
Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?
Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...
Hver er hin rétta skilgreining á síbrotamanni?
Hægt er að skilgreina hugtakið síbrotamaður með vísan til orðsins ítrekunartíðni en í það er yfirleitt lagður tvenns konar skilningur, annars vegar þeirra sem móta stefnu í refsivörslumálum og hins vegar þeirra sem sinna rannsóknum í afbrotafræði. Í mörgum samfélögum hafa stefnumótandi aðilar notað orðið „ítrek...
Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög: H...
Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.
Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...
Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?
Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin. Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne....
Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?
Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...
Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?
Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni. Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrh...
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...
Er bannað að borða sitt eigið hold?
Í lögum er hvergi lagt blátt bann við því að valda sjálfum sér skaða hvort sem það er gert með því að borða eigið hold, skera í það eða beita öðrum aðferðum.Í þessu felst þó að sjálfsögðu ekki að löggjafinn vilji stuðla að því að menn valdi sjálfum sér skaða, heldur er ástæðan miklu frekar sú að réttur einstakling...
Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?
'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...
Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?
Vísan sem hefst á orðunum "það á að strýkja strákaling" er úr gömlu þjóðkvæði sem venjulega var sungið við íslenskt þjóðlag. Venjan er að syngja að minnsta kosti þrjú erindi og er texti og röð þeirra eftirfarandi:Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eft...