Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Hvernig vitum við að hlýnun jarðar er af manna völdum?
Þessi spurning er að sjálfsögðu afar eðlileg enda velta margir henni fyrir sér, og það getur verið svolítið verk að kynna sér málið. Byrjum á lítilli dæmisögu til að skýra aðferðirnar sem við beitum. Við erum stödd á breiðri en fáfarinni sandströnd og sjáum þar óljós spor í þurrum sandi. Við fyrstu athugun sjáum ...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...
Hvers vegna eru raddir karla dýpri en raddir kvenna?
Munur á röddum fólks er bæði líffræðilegur og einstaklingsbundinn. Líffræðilegar ástæður Við kynþroska á unglingsárunum eykst andrógenhormónaframleiðsla (meðal annars testósterón) hjá körlum sem hefur meðal annars eftirfarandi áhrif á formgerð barkakýlisins: Skjaldbrjóskið stækkar, það færist fram og verður ...
Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...
Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...
Hefur ljóseind massa og þyngd?
Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...
Hver fann upp gleraugun?
Elsta ritaða heimild um notkun glerlinsa er eftir Roger Bacon frá 1268. En vitað er að á þeim tíma var þegar farið að nota stækkunarlinsur, settar í ramma, til lestrar bæði í Evrópu og Kína. Þó er umdeilt á hvorum staðnum þessi tækni er upprunnin. Í Evrópu komu gleraugu fyrst fyrir á Ítalíu að frumkvæði Alessan...
Af hverju líkar flóðhestum svona vel að vera í vatni?
Í Afríku lifa tvær tegundir flóðhesta, fljótaflóðhesturinn (Hippopotamus amphibius), stundum kallaður Nílarflóðhesturinn og dvergflóðhesturinn (Choeropsis liberiensis). Sá fyrrnefndi er mun stærri eða allt að 3 tonn að þyngd. Dvergflóðhestar vega aftur á móti aðeins frá 160 til 280 kg. Flóðhestar eru algengir nú á...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...
Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...
Af hverju er asískt fólk með skásett augu?
Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...
Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?
Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í...