Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6214 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...

category-iconHugvísindi

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er danskt fet margir sentímetrar?

Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru Eyjólfur og menn hans margir ef „Eyjólfur kom við fimmtánda mann“?

Svarið við spurningunni er: Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Í Íslenskri orðabók (2002:951) er þetta dæmi tekið undir flettunni maður: við þriðja (tólfta ...) mann þ.e. þrír (tólf ...) saman Eyjólfur og menn hans voru fimmtán alls. Heimild: Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbæt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir tebolla þessu nafni?

Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...

category-iconVísindavefur

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

category-iconFöstudagssvar

Halda mýs að leðurblökur séu englar?

Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?

Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...

Fleiri niðurstöður