Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6228 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni fermingarinnar?

Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru lundahundar til á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins. Lundahundur. Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?

Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið sagt mér allt um sauðnaut?

Sauðnaut (Ovibos moschatus) eru að mörgu leyti sérstök í útliti og minna um margt á hin útdauðu spendýr sem ríkjandi voru á ísöld. Þetta er einkum vegna feldarins, sem er bæði þykkur og langur líkt og var hjá hinum útdauðu mammútum og loðnashyrningum. Sauðnaut deildu einnig búsvæðum með áðurnefndum tegundum, en h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver var James Dewey Watson og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

James Dewey Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Árið 1947 brautskráðist hann frá Chicago-háskóla með B.Sc.-próf í dýrafræði. Á þessum árum var hann áhugasamur fuglaskoðari. Hann var síðan í doktorsnámi við Indiana-háskólann í Bloomington undir leiðsögn Salvadors E. Luria (1912-1991) sem hlaut Nó...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um hetærur?

Hetærur voru forngrískar gleðikonur en orðið sjálft, ἑταίρα, merkir „vinkona“. Oftast voru hetærur af erlendum uppruna, ambáttir eða frelsingjar. Stundum voru þær atvinnudansarar eða hljóðfæraleikarar, sem léku listir sínar í samdrykkjum, eins konar drykkjuveislum eingöngu ætluðum kö...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp straujárnið?

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?

Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegundir bjarndýra lifðu á ísöld?

Þær tegundir bjarndýra sem nú lifa á jörðinni voru sennilega til á síðasta jökulskeiði ísaldar. Útbreiðslusvæði þeirra hefur sjálfsagt breyst töluvert vegna breytinga í umhverfinu. Ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum, þá hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á g...

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?

Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða greinum eru veitt Nóbelsverðlaun?

Nóbelsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1901. Það var Svíinn Alfred Nobel sem fann upp dýnamitið sem stofnaði til verðlaunanna. Þau voru í fyrstu veitt í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum og Sænska akademían sá um úthlutunina í þeim greinum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels frá upphaf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvít tígrisdýr albinóa tilvik eða sérstök tegund?

Hin svokölluðu hvítu tígrisdýr eru hvorki albinóar né sérstök deilitegund. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu, geni sem þessi dýr bera. Hvít tígrisdýr eru mjög sjaldgæf og lifa núorðið nær eingöngu í dýragörðum víða um heim. Til dæmis lifa á bilinu 30 til 90 hvít tígrisdýr í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað merkir hestafl og af hverju?

Hestafl er mælieining um afl eða afköst (e. power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu. Það er söguleg skýring á þessari mælieingu. Skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) bjó til hugtakið. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal a...

Fleiri niðurstöður