Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 760 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað er dýpsta lægð í mb sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust?

Dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust var 919,7 mb. Loftþrýstingur er nú að jafnaði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega einingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), ...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Pan?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pan sveitaguð, þó sérstaklega guð dýrahirða. Nafn hans er líklega stytting á orðinu paon sem merkir 'hirðir'. Í rómverskri goðafræði var til hliðstæður guð, og hét hann Fánus. Pan er yfirleitt sagður sonur guðsins Hermesar, sem meðal annars var guð fjár- og kúahirða. Móðir hans v...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

category-iconFornfræði

Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?

Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?

Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...

category-iconVeðurfræði

Hvað varð kalt árið 1918?

Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...

category-iconÞjóðfræði

Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?

Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð?

Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?

Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?

Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...

category-iconLögfræði

Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...

Fleiri niðurstöður