Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1131 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta brunnklukkur flogið?

Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, ...

category-iconEfnafræði

Hvað eru margar rafeindir á hverju hvolfi?

Hámarksfjöldi rafeinda á atómhvolfum (e. shell) er fundinn samkvæmt reikniaðgerðinni 2n2, þar sem n er númer hvolfs. Rafeindir á sveimi umhverfis atómkjarna fyrirfinnast á afmörkuðum líkindasvæðum sem nefnast svigrúm en hægt er að lesa meira um þau í svari við spurningunni Hvað er lotukerfið? Í hverju svig...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?

Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?

Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...

category-iconTrúarbrögð

Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...

category-iconVeðurfræði

Hvenær er sumardagurinn fyrsti og er hann vel valinn sem upphaf sumarsins?

Sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 1...

category-iconHugvísindi

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?

Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...

category-iconStærðfræði

Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?

Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?

Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconEfnafræði

Hvað er kósangas og hvernig brennur það?

Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...

category-iconHugvísindi

Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið. Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð heimurinn til?

Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...

Fleiri niðurstöður