Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1804 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pýþagóras og framlag hans til fræðanna?

Margar sögur hafa verið sagðar af gríska stærðfræðingnum Pýþagóras (um 572 - 497 f.Kr.) en tilvist hans er sveipað móðu fyrnskunnar og óvíst um sanngildi sagnanna. Hann var fæddur á Samos, ey utan við vesturströnd Litlu-Asíu sem tilheyrir nú Tyrklandi, en settist að í Króton, grískri borg á Suður-Ítalíu um 530 f.K...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconHugvísindi

Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?

Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...

category-iconHugvísindi

Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?

Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?

Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að vera með ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum þá geta fuglar valdið ofnæmi, bæði bráðaofnæmi og svokölluðu fuglavinafári. En þá vaknar sú spurning hvort fólk geti fengið ofnæmi fyrir dúnsænginni sinni. Fuglar geta valdið ofnnæmi og koma ofnæmisvakarnir úr fiðrinu eða driti fuglanna. Nokkrar greinar hafa b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?

Bjór, eða bifur eins og hann er stundum kallaður, er nagdýr (rodentia) af bjóraætt (Castoridae). Til bjóra (Castor spp.) teljast tvær tegundir, evrasíski bjórinn (C. fiber) og kanadíski bjórinn eða norður-ameríski bjórinn (C. canadiensis). Þeir sem lesið hafa gamlar amerískar landnemabækur kannast kannski við...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?

Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?

Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...

Fleiri niðurstöður