Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9723 svör fundust
Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?
Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Hvað er hirsi og hvernig er það notað?
Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...
Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...
Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?
Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...
Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?
Það er mikilvægt að átta sig á því að við höfum áhrif á umhverfið á hverjum einasta degi. En við höfum val um hvers konar áhrif við viljum hafa. Við getum til dæmis verið meira meðvituð um þær vörur sem við kaupum. Hvar var varan búin til? Getum við valið vöru sem er framleidd nálægt okkur og þannig sparað elds...
Hvers vegna má mér ekki langa?
Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfa...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers?
Irving Fisher er oft sagður vera merkasti hagfræðingur sem komið hefur fram í Ameríku. Hann var afkastamikill fræðimaður, sem kom fram með hugmyndir sem margar hverjar áttu eftir að finna varanlegan sess á hinum ýmsu sviðum hagfræðinnar. Fisher er einnig fyrsti bandaríski hagfræðingurinn sem lagði ríka áherslu á a...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?
Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...
Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?
Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...
Áttu Íslendingar á 18. og 19. öld einhverja muni sem tengdust jólum eða jólahaldi?
Þegar grannt er skoðað er efnismenning jólanna nú til dags ekki ýkja merkileg í þeim skilningi að eiginlega bara jólaskrautið er geymt á milli ára og kannski jólatrén í vaxandi mæli eftir því sem æ fleiri þeirra eru úr plasti. Það sem aftur á móti einkennir jólahald nútímans eru gegndarlaus innkaup á fatnaði, bóku...
Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum: Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna? Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há? Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum? Hvað þýðir IQ? Hva...
Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?
Skruðningarnir sem heyrast stundum í tölvum þegar mikið er á þær lagt koma alls ekki frá örgjörvanum heldur frá harða diskinum í tölvunni. Örgjörvar eru algjörlega hljóðlausir og eina hljóðið sem rekja má til þeirra er hljóðið í viftunni sem flytur loft til eða frá kælikubbnum sem er við örgjörvann. Ástæða þ...