Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4930 svör fundust
Hvers konar hveiti er bókhveiti?
Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir. Skýringin á seinni hluta heitisins er sú...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann ...
Hvaða nýja stjarna fannst árið 1918?
Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda ha...
Er rangt að segja „við förum erlendis“?
Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...
Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?
Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...
Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?
Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fy...
Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...
Hvað er eldský?
Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...
Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?
Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk MS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1998 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá ETH í Zürich í Sviss 2002. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og up...
Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...
Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur nafnið Breiðafjörður og af hverju er það dregið? Í íslensku er til fágæta orðið breði sem hefur merkinguna jökull. Í fornum ritum kemur þetta orð aðeins einu sinni fyrir og síðan varla aftur fyrr en á 20. öld. Í norsku er orðið breen (ísl. breðinn) einkum notað um ...
Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...
Hafa skipstjórar og flugstjórar heimild til handtöku og valdbeitingar?
Hvorki skipstjórar né flugmenn hafa heimildir til handtöku eða valdbeitingar, umfram það sem almennt gengur og gerist utan þeirra fara sem þeir stjórna. Skipstjórar og flugmenn hafa þó rúmar valdheimildir um borð í förum þessum og hafa nokkurt vald yfir þeim sem ferðast með þeim. Í sjómannalögum kemur fram að ...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?
Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...