Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3306 svör fundust
Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...
Hver var Carl Gustav Jung?
Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...
Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?
Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...
Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?
Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...
Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?
Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...
Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?
Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...
Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...
Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?
Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...
Hvað eru fornaldarsögur?
Fornaldarsögur (sbr. einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er samheiti fyrir íslenskar miðaldasögur sem fela í sér margvísleg áþekk einkenni. Fornaldarsögur voru mikið til skráðar á 13. og 14. öld og ef til vill litlu síðar, en byggja þó margar hverjar á aldagömlum kveðskap og munnmælum, enda fjalla þær um fornsögu N...
Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?
Staðhæfing um að sólarbirtan sé blárri við sólris en við sólarlag hefur komið fram í umfjöllun um svefngæði[1] og tengsl við breytingar á klukkustillingu. Til þess að leita svars við spurningunni "Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?" er rétt að skoða hvaða fyrirbæri koma að litbrigðum í ljósi sólar. ...
Hvers konar tónlist er ríkjandi í Texas?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Vegna sífellt aukinnar tækni- og nútímavæðingar Vesturlanda hlusta flestir Texas-búar í dag á það sama og þeir sem búa í Kaliforníu, Frakklandi eða á Íslandi. Segja má að popp og hipphopp „ríki“ þar fyrst og fremst, eins og víða annars staðar. En auðvitað eru ákveðna...
Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...
Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...