Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

category-iconBókmenntir og listir

Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?

Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Akkilles?

Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þan...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

category-iconJarðvísindi

Er til steinn sem flýtur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er hægt að nota vikur vegna varmaleiðni/einangrunar eiginleika hans? Hvað er vikursteinn, til dæmis úr Snæfellsjökli? Hvað er vikur? Hver er munurinn á vikri, gjalli, gjósku og ösku? Gosefnum er gjarnan skipt í þrennt, gosgufur eða reikul gosefni, laus gosefni eða gjósku og f...

category-iconFöstudagssvar

Hvar á ég heima?

Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er haldið upp á páskana eins og það komi Jesú eitthvað við? Það voru haldnir páskar áður en Jesús var til? Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og Gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinn...

category-iconLögfræði

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...

category-iconMannfræði

Hvað er mannkynið gamalt?

Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?

Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?

Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...

Fleiri niðurstöður