Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2980 svör fundust
Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?
Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...
Hvað er eitt ljósár mörg ár?
Ljósár er sú vegalengd sem ljós ferðast á einu ári og vísar því til vegalengdar. Eitt ár er hins vegar sá tími sem það tekur Jörðina að ganga einn hring í kringum sólina. Hér er því um tvær mismunandi mælieiningar að ræða sem ekki er hægt að bera saman. Önnur mælir vegalengd en hin tíma. Til dæmis vitum við að ...
Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?
Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu: Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar. Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita e...
Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?
Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...
Ef ég væri staddur úti í hita, gæti ég þá sett flösku ofan á blautt handklæði til að kæla hana?
Spurningin hittir nokkurn veginn í mark en þó ekki alveg. Svarið er já; það er hægt að nota blautt handklæði í heitu og þurru lofti til að kæla hluti, en þá er best að vefja handklæðinu utan um hlutinn, hér flöskuna, og koma vöndlinum þannig fyrir að loftið eigi sem greiðastan aðgang að honum. Þetta byggist á þ...
Ég er að gera ritgerð um múslimakonur og mig vantar að vita í hvaða bækur ég get helst sótt heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna svar Kristínar Loftsdóttur við spurningunni:Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi? en það fjallar um konur og íslamstrú. Þeim sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, er bent á svar Önnu Vilhjálmsdóttu...
Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til? Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘r...
Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?
Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...
Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Gerist það sama aftur ef við endursköpum nákvæmlega sömu aðstæður alls staðar, til dæmis spólum tímann afturábak? Er þá ekki í rauninni allt fyrirfram ákveðið, það er að segja ræðst af aðstæðum, og hægt að reikna það út?Þetta eru í rauninni þrjár ólíkar spurningar:Gerist það sa...
Í hverju felst sókratíska aðferðin?
Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...
Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?
Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...
Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?
Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Er „strax“ teygjanlegt hugtak?
Orðið ‚strax‘ tilheyrir þeim flokki orða sem kalla má vísiorð eða ábendingarorð (e. indexicals) en um þau er fjallað í svari við spurningunni Hvenær er núna? Sagt er að slík orð eða orðasambönd einkennist af því að merking þeirra sé breytileg eftir samhengi. Þetta er að vísu heldur ónákvæm lýsing því segja má ...