Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 989 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?

Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Torfi Jónasson rannsakað?

Jón Torfi Jónasson er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lestri og fjölmörgum þáttum menntunar og skólastarfs. Rannsóknarsvið Jóns Torfa var í upphafi skynjun og lestur en síðar sneri hann sér að skrifum um skólastarf og m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?

Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?

Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Bjarnadóttir rannsakað?

Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi. Megináhersla í rannsóknum hennar hefur verið á breytingar sem urðu á Íslandi á sjöunda áratug tuttugustu aldar í kjölfar námstefnu sem haldin var í Royaumont ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?

Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

category-iconNæringarfræði

Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?

Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-2...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er lífið til?

Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dá...

category-iconLögfræði

Getur Alþingi sem nú situr lögfest nýju stjórnarskrána?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. Alþingi sem nú situr getur ekki lögfest „nýju stjórnarskrána“. Alþingi getur hins vegar samþykkt frumvarp Stjórnlagaráðs eins og hvert annað frumvarp, sé meirihluti fyrir því á Alþingi. Ef til þess kæmi þyrfti síðan að rjúfa þing og boða til kosninga. Ef frumv...

Fleiri niðurstöður