Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2172 svör fundust
Hefur hundur farið til tunglsins?
Nei, hundur hefur aldrei farið til tunglsins. Sem kunnugt er fór tíkin Laika með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957 og það er líklega það lengsta sem hundur hefur komist frá jörðinni. Spútnik 2 komst á braut um jörðu í yfir 3.000 km hæð, en óvíst er hversu langt Laika fór í raun og veru því hú...
Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?
Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög. Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum. Til að öðlast leyfi til á...
Hvar eru eyrun á froskum?
Það er erfitt að koma auga á eyru á froskum þar sem þeir, líkt og fuglar og skriðdýr, hafa ekki ytri eyru. Hins vegar hafa þeir innri eyru en hljóðhimnan er staðsett við yfirborðið rétt fyrir aftan augun eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hér má sjá framhluta (höfuð) frosks. Örin sem merkt er 1 bendir á hljóðhimn...
Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?
Í Grímnismálum, einu Eddukvæða, eru taldir upp bústaðir ása. Einn þeirra er Glitnir en um hann segir:Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdr ok silfri þakðr it sama; en þar Forseti byggir flestan dag ok svæfir allar sakir.Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok er...
Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?
Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...
Af hverju er jörðin hnöttótt?
Á Vísindavefnum eru til nokkur svör sem skýra út af hverju jörðin, aðrar plánetur og stjörnur er hnöttóttar en ekki einhvern veginn öðru vísi í laginu, til dæmis kassalaga eða sexhyrndar eins og við teiknum oft stjörnu á blað. Í svari við spurningunni Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnö...
Hversu lengi er ljósið á leiðinni til næstu stjörnu?
Ljósið er 4,3 ár að fara frá jörðinni til næstu stjörnu sem er Alfa í Mannfáknum. Hægt er að lesa meira um hana hér. Ljósár er sú vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári í tómarúmi en ýmsar aðrar einingar eru notaðar í stjarnvísindum, til dæmis stjarnfræðieining (e. astronomical unit) sem er skammstöfuð AU. Um ...
Hver er uppruni orðanna í mælieiningunni "vika sjávar"?
Vika sjávar er ákveðin lengdarmálseining á sjó sem þekkist allt frá fornu máli. Þessi mælieining var mismunandi á ólíkum tímum. Á 17. og 18. öld samsvaraði til dæmis vika sjávar stundum einni danskri mílu (rúmum 7,4 km). Mælieiningin var oft ónákvæm, 7,5–9 km, um það bil einnar stundar sigling. Á 18. öld var vika ...
Hvað verða lóur gamlar?
Hæsti staðfesti aldur heiðlóu (Pluvialis apricaria) er að minnsta kosti 12 ár og 9 mánuðir samkvæmt fóthring sem settur var á lóuunga. Þessi heiðlóa var skotin í Hollandi fyrir nokkrum árum. Vitað að er heiðlóur geta að minnsta kosti orðið tæplega 13 ára gamlar. Heiðlóan er einn kunnasti fugl íslensks mólendis o...
Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...
Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?
Lögun loftbólna og regndropa byggist á samspili þriggja þátta, yfirborðsspennu, þrýstings og núnings. Í þessu svari verður gerð grein fyrir hvernig þessir þættir spila saman og hvaða form regndropar og loftbólur fá. Til að mynda kemur í ljós að regndropar eru sjaldnast í laginu eins og þeir eru oftast sýndir á tei...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Á hverju byggist Doppler-ratsjá og hvernig verkar hún?
Ratsjártæknin mótaðist í seinni heimsstyrjöldinni, meðal annars sem aðferð til að fylgjast með óvinaflugvélum og -skipum. Ratsjáin sendir frá sér rafsegulbylgjur með tiltekinni bylgjulengd sem hentar til að "sjá" málmhluti af þessari stærð. Bylgjuhögg ("púlsar") fara frá tækinu í tiltekna, afmarkaða stefnu og bylg...
Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...