Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 979 svör fundust
Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?
Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki. Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar ...
Eru mörgæsir veiddar og borðaðar af okkur mönnunum?
Fyrr á tímum voru mörgæsir mikið veiddar enda auðvelt að ná þeim þar sem þær eru hægfara á landi og forvitnar. Kjötið af þeim var nýtt til matar og sömuleiðis eggin. Fitan var brædd og flutt til Evrópu þar sem hún var meðal annars notuð við sútun á leðri og sem ljósgjafi. Skinn mörgæsanna var svo notað í hatta, ...
Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...
Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...
Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?
Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?
Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...
Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?
Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fé...
Hvað eru fornleifar?
Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvað er bakflæði?
Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?
Orðin „ófreskja” og „skrímsl[i]” eru ekki vísindaleg hugtök. Í Íslenskri orðabók stendur að ófreskja merki „hræðileg skepna”. Orðið tengist líka hinu dulræna og yfirnáttúrulega, „ófreski” er skyggni eða skyggnigáfa. Ófreskjur tilheyra því frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda. Í bókmenntu...
Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?
Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...
Hvers vegna dó risahákarlinn megalodon út?
Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon, Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon. Þessir hákarlar voru náskyldir hinum alræmda hvíthákarli eða hvítháfi (Carcharodon carcharias) sem er eina núlifandi tegund Carcharodon-ættkvíslar...