Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7875 svör fundust
Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...
Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...
Er nafnið Freyja komið beint úr norrænni goðafræði eða merkir það einfaldlega húsfreyja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég var að pæla hvað merkir Freyja? Er það einnig úr norrænni goðafræði eða merkir það líka húsfreyja? Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði. Hún er af ætt vana en bjó ásamt bróður sínum Frey og föður sínum Nirði í Ásgarði, bústað goða, en þangað voru þau s...
Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Hvað er indí-tónlist?
Nöfn á stefnum og undirgeirum dægurtónlistarinnar eða poppsins eiga sér misaugljósan uppruna. Sum nöfnin urðu til á einhverju tímabili og svo gott sem ómögulegt er að finna höfund þeirra á meðan önnur, eins og pönkið til dæmis, er hægt að festa á tiltekna blaðamenn og ár.[1] Tónlistarstefnan indí, eða „indie“ á...
Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?
Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...
Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt?
Menn gleypa talsvert af lofti sem síðan fer sem leið liggur gegnum meltingarfærin eins og þekkt er. Bakteríur í görnunum framleiða einnig lofttegundir. Samdráttur garnanna gerir það að verkum að loftið hreyfist til og þannig getur framkallast hljóð. Garnirnar eru að dragast saman og þegar engin er fæðan þá gaula þ...
Fita og kolvetni eru gerð úr sömu frumefnum, en hvað er ólíkt með þeim?
Kolvetni eru gerð úr frumefnunum kolefni (C), vetni (H) og súrefni (O), rétt eins og fita. Uppröðun frumefnanna og innbyrðis hlutföll eru aftur á móti mismunandi. Kolvetni eru gerð úr kolefnishring sem á hanga vetnis- og súrefnisfrumeindir. Fituefnið þríglýseríð, sem er algengasta fæðufitan, er gert úr þremur f...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?
Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...
Hvað er hvíta efnið í heilanum, úr hverju er það og hverju stjórnar það?
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu. Helstu vefir þessara mikilvægu líffæra kallast grátt efni og hvítt efni. Heilagráni er á yfirborði hvelaheilans en heilahvítan er þar fyrir innan. Þessu er öfugt farið í mænunni, mænugráni er utan um mænugöngin, sem eru innst, og mænuhvítan utan um hann. Í gráa efn...
Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...
Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...