Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8498 svör fundust
Hvað eru margir Íslendingar á lífi í dag sem fæddust á 19. öld?
Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru alls 11 einstaklingar 102 ára og eldri á lífi í árslok 2002. Sá elsti þeirra var 107 ára og fæddist því árið 1895 eða sama ár og fyrsta eiginlega kvikmyndasýningin fór fram í París. Sama ár var Þjórsá fyrst brúuð. Heimild: Hagstofan. Mynd: mbl.is...
Hvaðan kemur orðið spítali?
Orðið spítali 'sjúkrahús' er tökuorð í íslensku þegar í fornu máli, líklegast úr miðlágþýsku sem töluð var í norðurhluta Þýskalands. Þar voru notuð orðin spetal, spittal í sömu merkingu. Í miðlágþýsku var orðið fengið að láni úr miðaldalatínu hospitâle 'hús, gistihús' sem er leitt af hvorugkyni lýsingarorðsins hos...
Hvað er hægt að skjóta hokkípökk hratt?
Á síðunni faqfarm.com er gefið upp að hokkíleikmaður hafi náð að skjóta pökknum á tæplega 200 km hraða (193 km/klst). Það kemur ekki fram hvenær þetta var en á síðunni segir að kylfurnar sem nú séu notaðar séu léttari en þegar þessi mæling var gerð. Það er þess vegna ólíklegt að þetta met verði slegið. Við bend...
Í hvaða borgum og hvenær hafa nútímaólympíuleikarnir verið haldnir?
Um uppruna Ólympíuleikanna vísast til svars sama höfundar við spurningunni Hvenær voru fyrstu ólympíuleikarnir haldnir…? (Hér eru ekki taldir vetrarólympíuleikar.) Fyrstu Ólympíuleikar nútímans í Aþenu 1896. 1896 Aþenu, Grikklandi Fyrstu Ólympíuleikar í nútíma. 13 lönd tóku þátt. 1900 París, Frakklandi ...
Hvað er sýndarveruleiki?
Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...
Hvar er landið Moldóva?
Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...
Verður fýll allra fugla elstur?
Skoski fuglafræðingurinn George McKenzie (1928-1995) stundaði ítarlegar rannsóknir á fýlnum (l. Fulmarus glacialis) við Orkneyjar. Árið 1951 lét hann taka mynd af sér með fýl sem var merktur og því næst sleppt. Þrjátíu árum síðar fannst fýllinn aftur og lét McKenzie að því tilefni aftur taka mynd af sér og fuglinu...
Hve gömul er latína?
Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...
Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?
Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa a...
Hvort eru menn út eða úti um allt?
Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...
Hvers vegna varð fyrsti maí fyrir valinu sem „baráttudagur verkalýðsins“?
Líklegt er talið að fyrsti maí hafi orðið fyrir valinu sem alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins vegna þess að til forna voru haldnar almenningshátíðir á þessum degi. Af þeim sökum hafði dagurinn á sér alþýðlegan blæ og meðal annars má nefna að kirkjum og konungum gekk illa að gera hann að kristnum hátíðisdegi. Á ...
Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?
Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þe...