Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 891 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?

Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka leitarvélar?

Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp brandarann?

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...

category-iconLæknisfræði

Vaxa augnhár aftur, til dæmis ef fólk lendir í bruna og augnhárin sviðna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað eru augnhárin lengi að vaxa? Við missum öll stök augnhár annað slagið. Yfirleitt vaxa þau aftur á 4-8 vikum. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða augnhárin þynnri en það er eðlilegt. Margar ástæður geta verið fyrir óeðlilegum augnháramissi. Þar með talið eru margs k...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru minnisþulur?

Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við ti...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?

Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?

Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er stærsta tungl í heimi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Fleiri niðurstöður