Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5568 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaðan kemur íslenska sauðféð?

Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?

Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður hiksta?

Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...

category-iconBókmenntir og listir

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru berklar?

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er einræðisríki?

Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp brandarann?

Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?

Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?

Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...

category-iconFöstudagssvar

Finnst sumu fólki hákarl góður í alvöru eða er það bara að þykjast?

Á Þorranum stóð ritstjórn Vísindavefsins fyrir rannsóknum til að fá úr þessu skorið. Töluverðan tíma tók að vinna úr þeim gögnum sem bárust en niðurstöður liggja nú loksins fyrir. Hér verður rannsóknaraðferðum lýst og niðurstöður kynntar. Fyrsta tilraunin fór fram á ónefndu þorrablóti. Starfsmaður Vísindavefsin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um Homotherium-ættkvíslina?

Homotherium er ættkvísl útdauðra stórkattardýra sem talin eru hafa verið á ferli á stóru meginlöndunum fyrir þremur milljónum ára og dáið út fyrir um 500 þúsund árum. Steingervingafræðingar hafa lýst alls um níu tegundum þessarar ættkvíslar og hafa steingerðar leifar þeirra fundist í Afríku, Evrasíu og Norður-Amer...

category-iconFélagsvísindi

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu nauðsynleg eru nýrun?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim? Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?

Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...

Fleiri niðurstöður