Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1079 svör fundust
Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?
Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...
Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?
Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Af hverju eru flæmingjar bleikir?
Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...
Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?
Fornmenn lögðu þann skilning í íþróttir að þær væru margvíslegir og aðdáunarverðir hæfileikar sem hægt væri að rækta með sér, svo sem handverk, listir, leikir, lögspeki og bókvísi. Hægt er að greina tilhneigingu til að eigna yfirstéttinni íþróttaiðkun því ekki kemur fram að verslun og bústörf teljist til íþrótta. ...
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?
Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...
Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?
Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?
Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...
Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?
Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...
Hver var David Hume og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Fáir heimspekingar hafa lifað svo viðburðaríku lífi að það hafi þótt í frásögur færandi. Skoski heimspekingurinn David Hume er undantekning frá þeirri reglu. Lífshlaup hans var ekki aðeins viðburðaríkt og spennandi heldur skrifaði hann stutta sjálfsævisögu sem er óviðjafnanlegt bókmenntaverk. Setningar eins og „þæ...
Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...
Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?
Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir t...
Hvernig er nafnið á Valhúsahæð til komið?
Nafnið Valhúsahæð er talið dregið af því að fálkafangarar á fyrri öldum hafi geymt veiðifálka (vali) sem ætlaðir voru Danakonungi í húsi á hæðinni á Seltjarnarnesi meðan beðið var skips. Ekki er vitað hvenær það var byggt, en um miðja 18. öld var byggt fálkahús á Bessastöðum sem síðar var flutt til Reykjavíkur. Sí...