Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1087 svör fundust
Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Spurning sem vaknaði í skötuveislu ársins. Nafnorðið hams ‘hamur, húð’ er í fleirtölu hamsar og notað um brúna bita sem verða eftir þegar mör er bræddur. Annað orð yfir sama er skræður. Margir kjósa að hafa þessa brúnu bita í viðbitinu me...
Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?
Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?
Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...
Hvernig fara hreindýratalningar fram?
Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...
Hvenær fæddist og dó Claude Monet?
Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...
Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?
Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?
Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...
Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?
Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Hver var hinn íslenski Stjáni blái?
Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...
Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?
Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...
Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...