Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 740 svör fundust
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Eru bæði orðin 'valkvæmur' og 'valkvæður' til í íslenskri tungu og er einhver munur á merkingu þeirra?
Bæði orðin eru fremur ný í málinu og hafa ekki komist í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Örfá dæmi fundust um valkvæður í textasafni Orðabókarinnar, hið elsta frá 1994, en ekkert um valkvæmur. Valkvæður er þó talsverð eldra því að í safninu Tímarit.is er elst dæmi úr dagblaðinu Tímanum frá 1978. Um valkvæmur fanns...
Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...
Hvers konar helgidagur er það þegar maður gleymir að þvo blett á bílnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getið þið útskýrt fyrir mér orðatiltækið "helgidagur" eins og þegar maður klikkar á smá blett við að þrífa bílinn sinn? Orðið helgidagur er fyrst og fremst notað um helgan dag, sunnudag og hátíðisdag innan kirkjunnar. Merkingin ‘ómálaður blettur’ er fengin að láni úr...
Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...
Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...
Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?
Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...
Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...
Hvar finn ég sundurliðaðar upplýsingar um erlendar skuldir þjóðarbúsins í hlutfalli við verga landsframleiðslu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu hátt er hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins, ríkis og sveitarfélaga, í prósentum talið miðað við verga landsframleiðslu (enska: GDP) Íslands á ári? Seðlabankinn heldur utan um tölur á þessu sviði og birtir reglulega. Meðal annars er hægt að sjá að í lok septe...
Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?
Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...