Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 631 svör fundust
Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?
Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði hon...
Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?
Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...
Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?
Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fy...
Hvað er að hafa tögl og hagldir?
Upprunalega spurningin frá Ragnari hljóðaði svona:Nú er oft talað um að hafa töglin og hagldirnar í einhverju. Hvað er að hafa tögl og hagldir? Voru þetta verkfæri og ef svo er hvernig voru þau notuð hér áður fyrr? Kvenkynsorðið högld var notað um horn- eða trélykkju sem reipi var dregið í gegnum þegar baggar v...
Hvers konar dí er í því sem er dísætt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...
Hvað er að „murka“ úr einhverjum lífið?
Elstu heimildir um sögnina murka virðast vera frá 19. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘sarga í sundur, skera með bitlausum hníf, tálga eitthvað niður’. Þannig merkir að murka úr einhverjum lífið að drepa hann hægt og seint. Notkunina má vel sjá af eftirfarandi dæmum sem öll er að finna í...
Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?"
Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs ...
Hvað merkir að mæla við völu?
Orðabók Háskólans á ekki dæmi um orðasambandið að mæla við völu en aftur á móti dæmi um að velta völu eða völum í merkingunni að ‘tala óskýrt og þvöglulega’. Ekki er ólíklegt að bæði orðasamböndin merki hið sama. Vala í þessu sambandi er vafalítið smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar,...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Ég er nemandi í Bandaríkjunum og hef mikinn áhuga á íslensku. Getið þið leiðbeint mér með fallbeygingar og töluorð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég er nemandi og ég bý í Bandaríkjum. Ég hef mikinn áhuga á íslensku og ég vil tala málið án villna. Spurningin mín er um eignarfallið eftir tölum. Hvenær notum við eignarfall eftir tölum? Segjum við tvö þúsund manna eða tvö þúsund menn? Orðin sem ég hef sérstaklega áhuga á ...
Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er ...
Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?
Orðið hlandbrenndur finnst ekki í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu 2002. Aðeins ein heimild var á Tímarit.is í skammargrein í Dagblaðinu Vísi í nóvember 2009 þar sem maður var sagður hafa grenjað eins og hlandbrenndur krakki. Aftur á móti þekkist orðið hlandbrunn...
Hver er munurinn á slöngu og röri?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...
Heitir borð þessu nafni vegna þess að við borðum við það eða er sögnin leidd af orðinu borð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Köllum við borð þessu nafni því við borðum við það eða segjumst við “borða” því við borðum við borð? Hvort er nefnt eftir hverju? Sögnin að borða þekkist þegar í fornu máli en þá virðist merkingin vera ‘ganga eða sitja til borðs til þess að matast’ og ‘framreiða mált...
Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...