Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa maurar numið land á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna? Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið b...

category-iconBókmenntir og listir

Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...

category-iconLæknisfræði

Geta fuglar valdið ofnæmi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru fuglar ofnæmisvaldandi og hvað er það þá sem veldur ofnæminu? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Fuglar geta valdið bráðaofnæmi, sem er algengasta ofnæmi hér á landi. Það er samskonar ofnæmi og fyrir frjókornum, dýrum með feldi, ýmsum fæðutegundum og lyfjum. Þeir se...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða máli skiptir votlendi?

Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...

category-iconEfnafræði

Hvað er gildisrafeind?

Í örstuttu máli eru gildisrafeindir ystu rafeindir frumeindanna. Frumeindir (e. atoms) eru samsettar úr kjarna og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electron) sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn inniheldur jákvætt hlaðnar róteindir (e. protons) og óhlaðnar nifteindir (e. neutrons). Rafeindirnar dreifast um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...

category-iconLífvísindi: almennt

Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni? Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur samhjálp ólíkra tegunda þróast á þann hátt að önnur tegundin svindli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig þróast samhjálp og svindl í samskiptum tegunda? Samhjálp ólíkra tegunda þekkist víða í lífheiminum. Samhjálp (e. mutualism) er skilgreind sem samskipti milli einstaklinga tveggja tegunda sem báðir njóta góðs af. Afrán eða sníkjulífi (e. parasitism) er hins vega...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er kjörmannaráð Bandaríkjanna?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvers vegna er bandaríska kjörmannaráðið ekki lagt niður? Fimm sinnum hefur gerst að sigurvegarinn fái færri atkvæði á landsvísu. Bandaríska kjörmannaráðið (e. electoral college) er sá hópur sem í reynd velur forseta Bandaríkjanna. Í forsetakosningum sjálfum er verið...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconSálfræði

Eru tölvuleikir vanabindandi?

Fyrst þarf aðeins að líta á merkingu orðsins „vanabindandi“. Það er yfirleitt notað um tilteknar afleiðingar sem fylgja neyslu sumra efna, til dæmis tóbaks, áfengis, heróíns og jafnvel koffíns. Efnin vekja lífeðlisfræðileg viðbrögð sem notandi efnisins sækir í og myndar þol við, þannig að smátt og smátt þarf hann ...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...

Fleiri niðurstöður