Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8468 svör fundust
Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...
Á að setja punkt innan sviga eða utan?
Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3: „Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta s...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Af hverju heitir sólin þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð? Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í ...
Hvert var fyrsta alíslenska nafnið?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Ég hef fengist við athuganir á mannanöfnum í áratugi og svarið vefst fyrir mér. Þegar talað er um „alíslenskt“ verður að vera um nafn að ræða sem á sér ekki samsvaranir í öðrum málum hvort heldur sem er ósamsett eða sett saman af viðlið og/eða forlið. Þegar talað er um „al...
Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?
Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin NASA?
Skammstöfunin NASA er stytting á National Aeronautics and Space Administration. Í beinni þýðingu útleggst það Bandaríska flug- og geimvísindastofnunin en stofnunin er yfirleitt kölluð Bandaríska geimvísindastofnunin eða geimrannsóknastofnunin á íslensku. Saga þessarar merku vísindastofnunar, sem var stofnuð ári...
Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eð...
Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...
Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...
Hvað er naívismi?
Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...
Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?
Í heild sinni hjóðar spurningin svona: Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann. Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis j...
Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...
Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?
Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...
Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?
Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...