Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8498 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað merkir menningararfleifð?

Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...

category-iconEfnafræði

Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?

Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...

category-iconVeðurfræði

Af hverju dregur oft fyrir sólu síðdegis á sólríkum góðviðrisdögum í Reykjavík?

Í Reykjavík er að meðaltali mjög skýjað og dægursveifla skýjahulunnar er lítil. Skýjahula er metin í áttunduhlutum himinhvolfs, sé alskýjað er hulan 8, en í heiðskíru er hún 0. Meðalskýjahula í Reykjavík í júlímánuði er mest kl. 3 að nóttu, 6,4 áttunduhlutar, en minnst 5,9 áttunduhlutar síðdegis, kl. 15 og kl. ...

category-iconFornleifafræði

Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?

Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sót...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconVísindi almennt

Hverju er árið 2017 tileinkað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Góðan dag, ég var að reyna að finna á Netinu hvað árið 2017 heitir/stendur fyrir (samanber ár barnsins, ár hafsins og svo framvegis) en ég finn það hvergi. Getið þið frætt mig um það. Ég er leikskólakennari og hef stundum haft þemavinnuna í tengslum við árið. Það hefur lengi ...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafdrægni?

Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...

category-iconHugvísindi

Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?

Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú. María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan". Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Jónsson stundað?

Guðmundur Jónsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1979 og cand. mag. prófi í sagnfræði við sama skóla 1983. Á árunum 1978-1987 kenndi Guðmundur í menntaskólum en hóf síðan doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Poli...

category-iconLandafræði

Er til eyja sem heitir Nýárseyja?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...

category-iconÍþróttafræði

Hver fann upp markmannshanska?

Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?

Upprunalega spurningin var: Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega? Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og s...

Fleiri niðurstöður