Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4766 svör fundust
Hver var sólguðinn Helíos?
Hér er einnig svarað spurningu Vilborgar Jónsdóttur: "Er eitthvað eftir af styttunni af Ródosrisanum?" Helíos var grískur sólguð eða persónugervingur sólarinnar. Hann flutti goðum og mönnum dagsljósið og ekur dag hvern vagni sólar yfir himinhvolfið eins og segir í Íslensku alfræðiorðabókinni. Talið var að h...
Hvar er Pompei?
Hin forna borg Pompei er tuttugu og þrjá kílómetra suðaustur af borginni Napólí á suður Ítalíu. Hún var að öllum líkindum byggð á sjöttu öld fyrir Krist en elstu rituðu heimildirnar um Pompei eru frá árinu 310 fyrir Krist. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi búið í Pompei þegar mest var og flestir stunduðu þe...
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Hvernig verða kórallar til?
Kórallur er hart kalkkennt efni sem svonefnd kóralladýr mynda og hlaða utan um sig og gegnir hlutverki ytra stoðkerfis. Orðið kórallur er líka notað um kóralladýrin sjálf. Kórallar tilheyra flokkinum Anthozoa en til hans telst einnig sæfjöður og nokkrir aðrir hópar holdýra. Hinir eiginlegu kórallar eru síðan fl...
Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?
Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...
Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga. ...
Hvað var Píningsdómur?
Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...
Hvað er háfjallaveiki?
Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...
Hvað getið þið sagt mér um litningavíxl?
Litningavíxl verða eftir því sem best er vitað hjá öllum þeim lífverum sem æxlast með kynæxlun en þau verða líka hjá bakteríum og veirum. Dýr og háplöntur sem hafa tvö eintök af hverjum litningi í líkamsfrumum sínum, eru tvílitna, þurfa að helminga litningafjöldann við myndun kynfrumna. Þetta gerist við rýriskipti...
Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?
Í svari við spurningunni Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf? kemur fram að vísindamenn hafa lengi talið að þegar við erum kitluð reynum við að verjast. Eðlilegt er því að spyrja hvers vegna fólk hlær þegar það er kitlað, fyrst um varnarviðbrögð er að ræða og jafnvel merki um ótta. Þessi sp...
Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?
Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...
Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?
Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...
Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?
Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:Hvað búa margir í Grundarfirði?Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða ...
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...