Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3713 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...

category-iconHeimspeki

Hver eru helstu ritverk Platons?

Corpus Platonicum Að frátaldri Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna. Alls eru honum eignaðar 42 samræður, þrettán bréf og eitt safn skilgreininga (nánast eins og heimspekileg orðabók). Þessi verk hafa öll varðveist og nefnist heildarsafnið einu ...

category-iconHugvísindi

Hver var Cicero?

Marcus Tullius Cicero var einn merkasti stjórnmálamaður, heimspekingur og rithöfundur Rómar á fyrstu öld fyrir Krist. Frami Cicero fæddist 3. janúar árið 106 f.Kr. í Arpinum á Ítalíu. Hann hlaut góða menntun í Aþenu og á Ródos bæði í mælskufræði og heimspeki. Cicero gerðist málafærslumaður og gat sér flj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar tölvupóstur?

Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

category-iconHeimspeki

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

category-iconMannfræði

Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Frá upphafi hefur mannfræði lagt áherslu á hugtakið menningu (e. culture) sem huglægt greiningartæki og rannsakað merkingu þess og hinar ýmsu birtingarmyndir. Bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz er hvað þekktastur fyrir hugmyndir sínar, umfjallanir og útskýringar á þessu hugtaki, en hann leit svo á að menn...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconTrúarbrögð

Hvort tala fræðimenn um siðbreytingu eða siðaskipti? Af hverju?

Orðnotkun í íslensku hefur verið nokkuð breytileg gegnum tíðina þegar rætt og ritað hefur verið um upptök, útbreiðslu og áhrif lútherskunnar á 16. öld. Fram undir þetta hafa fræðimenn almennt notað eitt heiti yfir alla þætti þessarar þróunar. Það hefur svo verið breytilegt hvort rætt hefur verið um siðbót, siðaski...

category-iconHeimspeki

Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...

Fleiri niðurstöður