Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2350 svör fundust
Hvers konar skrum fara lýðskrumarar með?
Orðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins. Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur a...
Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?
Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...
Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?
Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...
Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?
Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?
Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...
Hverjar eru orðsifjar orðsins ,búlla‘?
Orðið búla er komið í málið úr dönsku bule ‘óvönduð og slarksöm krá’. Rithátturinn og um leið framburðurinn búlla er nú algengari. Orðið virðist í þessari merkingu allþekkt um miðja 20. öld samkvæmt Tímarit.is. Orðið búla er komið í málið úr dönsku bule ‘óvönduð og slarksöm krá’. Rithátturinn og um leið frambur...
Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi? Hvaða fyrirbæri er grúi og hver er þessi Ari?! Nafnorðið aragrúi ‘mikill fjöldi’ er sett saman úr hvorugkynsorðinu ar ‘rykkorn í sólargeisla’ og karlkynsorðinu grúi ‘fjöldi, mergð’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá mið...
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?
Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?
Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og t...
Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað? Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu". Annað dæmið er úr tímaritinu He...
Hvað eru mörg eldgos í heiminum?
Heimildum ber ekki alveg saman um hversu mörg eldfjöll gjósa eru að meðaltali á ári en algengt er að sjá tölur á bilinu 40 – 60. Á hverjum tíma er talið að það séu á bilinu 10 - 20 eldgos í heiminum. Á heimasíðu Smithsonian Institution, Global Volcanism Program er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar má ...
Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?
Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...