Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 730 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heldur sólkerfinu saman?

Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru til svona margir hnettir í sólkerfinu?

Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um 4500-4600 milljón árum úr risastóru gas- og rykskýi. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig varð sólin til? segir að höggbylgja frá stjörnusprengingum í skýinu hafi komið róti á það sem varð til þess að það féll saman og snerist sífellt hraðar. Þar segir ennfre...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?

Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða flei...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Lagarfljót?

Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?

Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig lítur stjörnumerkið Tvíburarnir út?

Tvíburarnir eru eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Merkið er áberandi því björtustu stjörnurnar, Kastor og Pollux, eru í hópi 50 skærustu stjarna á næturhimninum. Tvíburamerkið er nokkuð stórt um sig þótt stutt sé á milli tveggja björtustu stjarnanna og lendir það í 17. sæti þegar stjörnumerkj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?

Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...

category-iconEfnafræði

Hvernig verður plast til?

Í sem stystu máli má svara spurningunni sem svo að plast verði til af manna völdum því plast fyrirfinnst hvergi í náttúrunni. Þegar jarðolía er hreinsuð og unnin myndast ýmsar smáar og hvarfgjarnar gassameindir, en hvarfgjarnar kallast þær sameindir sem hvarfast tiltölulega auðveldlega við aðrar og mynda nýjar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru helstu frumefni líkamans?

Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fy...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos heitt?

Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst...

category-iconJarðvísindi

Hvað er granít og hvernig myndast það?

Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er satt að maður fái hnéskel þegar maður er sex ára?

Nei það er ekki alls kostar rétt. Þegar við fæðumst er hnéskel til staðar en hún er hins vegar ekki að fullu beingerð. Það er venjulega ekki fyrr en börn eru á aldrinum 2 - 6 ára sem hnéskelin beingerist að fullu. Við 6 ára aldurinn ætti hnéskelin því að vera full mótuð. Í svari sínu við spurningunni Hvers vegn...

Fleiri niðurstöður