Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...
Hvenær var byrjað að kalla sólina því nafni og hver gerði það?
Upphafleg spurning var svona:Hver og hvaða ár var byrjað að kalla sólina sól?Allt frá því að mennirnir fóru að tala hafa þeir gefið hlutunum í umhverfinu nöfn. Þar á meðal er sólin sem allir menn geta séð á himninum að minnsta kosti suma daga ársins. Auk þess hefur hún veruleg áhrif á líf okkar þar sem hún veldur ...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin NASA?
Skammstöfunin NASA er stytting á National Aeronautics and Space Administration. Í beinni þýðingu útleggst það Bandaríska flug- og geimvísindastofnunin en stofnunin er yfirleitt kölluð Bandaríska geimvísindastofnunin eða geimrannsóknastofnunin á íslensku. Saga þessarar merku vísindastofnunar, sem var stofnuð ári...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?
Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?
Skammstöfunin GSM stendur fyrir ‘Global System for Mobile Communications’ sem mundi útleggjast á íslensku sem ‘heimskerfi fyrir farsímasamskipti’. Á íslensku hefur verið reynt að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM eða Mobile phone, meðal annars hefur verið stungið upp á orðunum 'kortafarsími', 'hv...
Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?
Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?
SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...
Hvaða rök eru fyrir efahyggju?
Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...
Er Satan til?
Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis. Orðið eða nafnið Satan er heb...
Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?
Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...
Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?
Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...