Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1700 svör fundust
Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?
Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?
Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...
Hvað er dagslátta stór í fermetrum?
Spurningin Ólafs hljóðaði svona: Góðan dag. Hugtakið dagslátta var notað yfir skika í túni sem einn maður gat slegið á einum degi með orfi og ljá. Spurningin er: Hvað er dagslátta stór í m2 eða stór hluti af hektara? Þessari spurningu er ekki hægt að svara með nákvæmum hætti. Eins og einn spyrjandi nefnir v...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...
Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?
Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...
Hvað éta úlfar?
Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...
Af hverju er hægt að þjappa lofti saman en ekki vatni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að þjappa vökva, líkt og lofti? Loftið í kringum okkur inniheldur um 78% köfnunarefni og 21% súrefni, auk annarra lofttegunda sem eru um 1%. Það sem einkennir loft (ekki bara andrúmsloftið heldur líka hreinar lofttegundir) er að það er afar gljúpt, það er að segja rúmmá...
Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?
Að heimiliskettinum undanskildum eru engin kattardýr jafn útbreidd og hlébarðar (Panthera pardus), en þeir finnast vítt og breitt um Afríku, fyrir botni Miðjarðarhafs, í Tyrklandi (Anatolíu) og allt austur til Kína og Síberíu (Ussurilands). Aðlögunarhæfni hlébarða er einstök, miklu meiri en annarra stórra kattardý...
Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?
Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...
Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?
Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...
Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?
Eins og fram kemur í svari sömu höfunda við spurningunni Hafa maurar numið land á Íslandi? hafa fundist tæplega 20 tegundir maura hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu: húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Húsamaur (Hypoponera punctatissima) er ættaður frá svæðum sunn...
Hvernig myndast eyrar í fjörðum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...
Hver var Niels Henrik Abel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niels Henrik Abel er mesti stærðfræðingur sem Noregur hefur alið og áhrif hans teygðu sig langt út yfir dauða hans. Abel lést aðeins 26 ára gamall og líf hans einkenndist af fátækt. Á stuttum starfsferli háði það Abel mjög að hafa ekki fasta stöðu. Niels Henrik Abel (1802-1829). Abel fæddist 5. ágúst 1802 í ...
Getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt?
Það getur verið léttskýjað í Reykjavík í sunnanátt en það er sjaldgæft. Til að svara spurningunni verðum við fyrst að ákveða hvaða sunnanáttir á að telja. Stundum hagar til dæmis þannig til að Reykjavík er í skjóli Esjunnar þegar norðanátt er ríkjandi á Vesturlandi. Átt getur þá verið breytileg á höfuðborgarsvæðin...