Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4063 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?

Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Miðjarðarhaf til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir skaftið á sverði?

Hjalt (hvk), í fleirtölu hjölt, er þverstykkið ofan og neðan við meðalkaflann, handfangið, á sverði. Fyrir neðan neðra hjaltið tekur við brandurinn, sjálft sverðsblaðið. Orðið hjalt er gamalt og finnst í öllum eldri stigum germanskra mála. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:332-333) telur það komið...

category-iconMannfræði

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?

Upprunaleg spurning Leifs var: Varðandi COVID-19-vírusinn. Ég hef unnið í ca. 4 daga í nánum samskiptum við fólk frá Asíu, t.d. Kína, Tælandi, þegar þetta fólk var að ferðast hér. Síðastliðið haust fékk ég slappleika og var lengi að ná mér, m.a. þrálátan þurran hósta, og þetta var svo slæmt að ég fór í fyrsta sk...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?

Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju missir fólk bragð- og lyktarskyn þegar það fær COVID-19?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er það sem COVID-19 gerir nákvæmlega við bragð- og lyktarskyn þeirra sem fá veiruna? Ég er búin að heyra um fólk sem segist hafa misst bragð- og lyktarskynið eftir að þau veiktust, af hverju? Breyting á lyktar- og bragðskyni eru algeng einkenni þeirra sem fá sjúkdóminn CO...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...

category-iconLæknisfræði

Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur?

Upprunalega spurningin var: Ef ekki mælast mótefni en þú ert búinn að fá COVID getur þú þá smitast aftur? Stutta og einfalda svarið er eftirfarandi: „mögulega en líklegast ekki, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum”. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvað átt er við með endursýkingu. Talað er ...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig mun veiran sem veldur COVID-19 þróast?

Veirur eru breytilegar. Munur er á gerðum, að hluta til vegna erfða, og þær fjölga sér misjafnlega hratt. Af því leiðir að veirur munu þróast vegna náttúrulegs vals. Ef samkeppni er milli veiruagna, sem hlýtur óhjákvæmilega að vera því fjölgunargetan er gríðarlega mikil, þá munu þær aðlagast og öðlast eiginleika s...

Fleiri niðurstöður