Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1678 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?

Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er staddur á Balí á leið til Taílands, er þá Taíland útland?

Hugtakið útlönd vísar til allra annarra landa en ‚heimalands‘ þess sem talar eða skrifar. Einfalda svarið við spurningunni er þess vegna: Ef spyrjandi er staddur á Balí á leið til Taílands, þá er hann að fara úr einu útlandi í annað útland. Eintölumyndin útland er hins vegar sjaldgæf og þá nær alltaf með ákveðn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?

Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar þunglyndi?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum Hverjar eru algengustu orsakir þunglyndis? frá Baldri Þórssyni og Er þunglyndi andlegur eða líkamlegur sjúkdómur? frá Gunnari Aroni Ólasyni. Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sál...

category-iconHeimspeki

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

category-iconUmhverfismál

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconHeimspeki

Er afsökun möguleg?

Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvernig voru grísku guðirnir dýrkaðir til forna?

Spurninguna um hvar grísku guðirnir voru dýrkaðir má skilja á ýmsa vegu. Eitt svarið er að grísku guðirnir voru dýrkaðir í Grikklandi hinu forna. Það liggur eflaust í augum uppi en þó má segja að þeir hafi líka verið dýrkaðir utan Grikklands. Í fyrsta lagi kom fyrir að aðrar þjóðir tækju upp dýrkun grísku guðanna....

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvar er að finna áreiðanlegar og traustar upplýsingar um COVID-19?

Hér er að finna tengla í ýmsar síður, greinasöfn, gagnabanka og annað efni þar sem áreiðanlegum og traustum upplýsingum um sjúkdóminn COVID-19 og veiruna SARS-CoV-2 er miðlað. Listinn er tekinn saman af ritnefnd COVID-19-verkefnis Vísindavefsins og verður uppfærður eftir þörfum. Efni á íslensku dAton – COVID...

category-iconLæknisfræði

Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?

Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...

Fleiri niðurstöður