Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 705 svör fundust
Hvers vegna eru raddir karla dýpri en raddir kvenna?
Munur á röddum fólks er bæði líffræðilegur og einstaklingsbundinn. Líffræðilegar ástæður Við kynþroska á unglingsárunum eykst andrógenhormónaframleiðsla (meðal annars testósterón) hjá körlum sem hefur meðal annars eftirfarandi áhrif á formgerð barkakýlisins: Skjaldbrjóskið stækkar, það færist fram og verður ...
Hvaða aðferðir duga best til að hætta að reykja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hægt að láta einhvern nákominn sér hætta að reykja t.d. móður? Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekk...
Erfist sjón frá foreldrum til barna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Er nærsýni ættgeng? Hvað annað en erfðir valda því að fólk verður nærsýnt? Eins og aðrir meðfæddir eiginleikar erfist sjón frá foreldrum til barna. Hún er ekki áunninn eiginleiki, þótt hana megi þjálfa að einhverju marki, og hún þroskast að sjálfsögðu frá því sem hún er við fæð...
Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?
Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Hvað er gamelan-tónlist?
Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...
Hvernig smitast riðuveiki?
Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...
Eru hár katta og hunda gerð úr sömu efnum og hár manna?
Í grundvallaratriðum eru hin ýmsu tilbrigði hára sem vaxa á mönnum og hár (feldhár) katta og hunda úr sömu byggingarefnunum. Þau eru gerð úr prótínum sem nefnast keratín en það er nokkurs konar útvöxtur úr hársekkjum frumna í skinni spendýra. Mannshár stækkað tvö hundruð sinnum. Það er því enginn efnafræðile...
Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?
Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heim...
Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...
Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...
Hvernig er lífsferill geitunga, eru það sömu geitungarnir sem sjást á vorin og á haustin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæll Jón Már, ég tók eftir því að það var geitungadrottning að byrja að gera sig heimakomna í kassa sem eg er með á lokuðum svölum. Ég sá að hún fór ofan í kassan og hef hana sterklega grunaða um að byggja sér þar bú. Ég hinsvegar spreyjaði hana vel með eitri og hún drapst. Ég hef ek...
Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...
Hver er árásargjarnastur hunda?
Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...