Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1523 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?

Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hófst notkun gælunafna á Íslandi?

Lengi hefur tíðkast að nota gælandi nöfn um fólk sem langoftast eru styttri en eiginnafnið. Fyrir kemur þó að gælunafnið er lengra en eiginnafnið, til dæmis Jónsi, Jóndi og Nonni í stað Jón. Gælunöfnum bregður fyrir í gömlum heimildum öðru hverju. Í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu, sem talin er samin á 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru skógarþrestir á veturna og hvað verða þeir gamlir?

Stærstur hluti íslenskra skógarþrasta (Turdus iliacus) eru farfuglar, þó þúsundir einstaklinga hafi nú orðið vetursetu í þéttbýlinu. Þessi aukning á vetursetu skógarþrasta er einkum talin vera afleiðing af stöðugra fæðuframboði og meiri trjágróðri í görðum bæjarbúa. Einnig er sennilegt að mildari vetur undanfarin ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?

Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Sléttusebrar á beit. Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?

Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna. Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvern...

category-iconTrúarbrögð

Hverjar voru músunar og fyrir hvað stóðu þær?

Músunar voru skáldagyðjur í grískum goðsögum. Þær voru dætur Seifs og Mnemosynu, gyðju minnis. Þessar gyðjur vísinda og lista voru níu talsins: Kallíópa, Klíó, Erató, Evterpa, Melpómena, Polyhymnía, Terpsikora, Þalía og Úranía. Eins og sjá má hér að neðan var hver og ein þeirra fulltrúi ákveðins sviðs lista og vís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig velgir maður einhverjum undir uggum?

Orðasambandið að velgja einhverjum undir uggum er notað í merkingunni ‛þjarma að einhverjum, láta einhvern finna fyrir valdi sínu’. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið er úr Skírni frá 1839:Áli jarl hafði í hyggju að velgja Tirkjum undir uggum. Halldór Halldórsson getur sér þess til í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?

Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að standa á gati?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefurinn hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun þann 28.9.2024. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók við viðurkenningunni úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt ritstjóra vefsins, Jóni Gunnari Þorsteinssyni. Upphafsmaður...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er prósaljóð?

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem ...

Fleiri niðurstöður