Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9645 svör fundust
Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama. ...
Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...
Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?
Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...
Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?
Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...
Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?
Bjartmáfurinn (Larus glaucoides) telst ekki til íslenskra varpfugla en íslenskir fuglaskoðarar sjá töluvert af bjartmáfum við sjávarsíðuna á veturna enda eru þeir mjög algengir vetrargestir á Íslandi. Varpstöðvar bjartmáfsins eru syðst á Baffinslandi (Kanada) og víða á sunnanverðu Grænlandi. Á veturna heldur ...
Hvad heitir stjörnuþokan sem er næst okkur?
Stjörnuþokan sem er næst okkur skiptist í tvær þokur sem kallast Stóra Magellansskýið og Litla Magellansskýið. Stóra Magellansskýið er í 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðnni en Litla Magellansskýið í 20.000 ljósára fjarlægð. Stjörnuþokurnar eru nefndar eftir portúgölskum landkönnuði, Ferdinand Magellan (1480-...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?
Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...
Hvað er hambjalla? Því þrífst hún í hýbýlum manna? Getur hún valdið skaða?
Hambjallan eða hamgæra (lat. Reesa vespulae) er af ættbálki bjalla (Coleoptera) sem er tegundaauðugasti ættbálkur dýraríkisins og telur um 400 þúsund tegundir. Hér á landi finnast rétt tæplega 200 tegundir en auk þess hafa verið greindar rúmlega 100 tegundir sem borist hafa sem flækingar. Nafnið hambjalla er ...
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?
Fyrst bendum við lesendum á að kynna sér ýmis önnur svör sem þegar hafa birst hér á Vísindavefnum um afstæðiskenninguna og efni sem tengist henni. Þessi svör má kalla fram með því að setja orðið 'afstæðiskenning' inn í leitarvél okkar. Afstæðiskenning Einsteins er yfirleitt sett fram í tvennu lagi eins og hann ...
Hvað var vísindabyltingin?
Vísindabyltingin skín skærar en nokkuð annað frá tilkomu kristni. Í samanburði við hana eru endurreisnin og siðaskiptin lítið annað en vörður á leið kristninnar á miðöldum. - Herbert Butterfield1Í sögu vísinda hafa orðið margar byltingar. Þegar vísað er til vísindabyltingarinnar með ákveðnum greini er yfirleitt át...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?
Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...
Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?
Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustrí...