Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1909 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?

Óson er sameind sem gerð er úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Óson myndast á náttúrulegan hátt og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Á hvaða aldri má byrja að lyfta lóðum? Er hættulegt að byrja of snemma?

Lyftingar og áhrif þeirra á líkamsvöxt ungmenna vekja greinilega áhuga unglingsdrengja og hafa Vísindavefnum borist nokkrar spurningar um það efni. Þær eru eftirfarandi:Er hættulegt að byrja að lyfta áður en maður er búinn að ná fullum þroska? Ef svo er hversu hættulegt er það?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?

"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru einkenni stýrikerfa með myndrænu notendaviðmóti?

Allur hugbúnaður hefur einhvers konar viðmót. Annað forrit eða notandi getur haft samskipti við hugbúnaðinn um viðmótið. Í fyrra tilfellinu er talað um forritsviðmót en í því síðara um notendaviðmót. Stýrikerfi gegnir því hlutverki að stjórna afli tölvunnar og veita notendaforritum aðgang að því. Stýrikerfi er ...

category-iconHeimspeki

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur, sem eru númeraðar frá 1 og upp í 40, og 5 kúlur eru dregnar út. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008, en fram að því höfðu kúlurnar verið 38 talsins. Með samliggjandi tölum er átt við tvær eða fleiri heilar tölur sem hægt er að raða þannig upp að sérhver tala fáist með þv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hefur það á lífríki Íslands að milljónir tonna af makríl koma hingað á sumrin?

Hinar miklu göngur makríls (Scomber scombrus) inn í lögsögu Íslands árin eftir aldamót hafa væntanlega ekki farið framhjá mörgum. Þegar dýrastofnar, svo sem fiskar, breyta göngum sínum og fara í vistkerfi sem þeir hafa ekki áður verið algengir í, má sterklega gera ráð fyrir að þeir valdi breytingum á vistkerfin...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?

Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...

category-iconHagfræði

Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkar spurningar um gengisskráningu íslensku krónunnar. Hér er eftirfarandi spurningum um það efni svarað: Samkvæmt Seðlabanka Íslands, þá er „[g]engi íslensku krónunnar [...] ákvarðað á gjaldeyrismarkaði sem er opinn á milli kl. 9:15 og 16:00 hvern virkan dag“. Hverjir taka þátt í þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er áróður?

Áróður (propaganda) felst í því að viljandi, ítrekað og kerfisbundið er reynt að breyta eða festa í sessi viðhorf, skoðanir og/eða hegðun hjá tilteknum hópum (mass persuasion) án þess að viðtakendur (þeir sem sjá eða heyra áróðurinn) geri sér endilega grein fyrir því eða óski þess (Jowett & O’Donnell, 1999; Taylor...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig litu landnámsmenn út?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?

Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...

Fleiri niðurstöður