Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 430 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconStjórnmálafræði

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?

Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...

category-iconUmhverfismál

Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?

Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?

Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?

Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...

category-iconHagfræði

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa laxfiskar verið í íslensku ferskvatni?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hversu lengi hafa laxfiskarnir bleikja, urriði og lax verið í íslensku ferskvatni og hvaðan komu þeir hingað, og í hvaða röð? Laxfiskar lifðu ekki á Íslandi á ísöld þegar stór jökulskjöldur lá yfir öllu landinu. Laxfiskar á Íslandi eru því afkomendur fiska sem fluttu hingað f...

category-iconSálfræði

Hvers vegna fær maður anorexíu og er hún hættuleg?

Hvað er lystarstol? Lystarstol einkennist af ýktum áhyggjum af offitu og áráttukenndri megrun sem verður að sjálfsvelti. Lystarstolssjúklingar eru haldnir stöðugum ótta um að verða feitir og reyna í sífellu að grenna sig, þrátt fyrir það að vera orðnir lífshættulega grannir. Þeir borða einungis hitaeiningasnauð...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?

James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

Fleiri niðurstöður